RHA, HA og NRF á Arctic Circle

Alþjóðaráðstefnan Arctic Circle var haldin í fyrsta sinn í Hörpu um helgina frá laugardegi til mánudags. Þar komu saman rúmlega 900 manns til að ræða málefni norðurslóða.


Fulltrúar frá HA, NRF og RHA 

Fulltrúar fjölda þjóða, t.a.m. þjóðarleiðtogar, þingmenn, sendiherrar,
vísindamenn, kaupsýslumenn, fulltrúar frjálsra félagasamtaka og nemendur settu mark sitt á ráðstefnuna með margvíslegum fyrirlestrum og umræðum um breyttar aðstæður á Norðurheimskautinu og hvaða áhrif þær hafa um heim allan.

Fulltrúar frá RHA,HA og NRF tóku virkan þátt í Arctic Circle. Starfsmenn  og nemendur kynntu starfsemina fyrir ráðstefnugestum alla helgina í Hörpu og Háskólinn á Akureyri hélt tvær málstofur á Arctic Circle, sú fyrri kallaðist "Health and Well Being in the Arctic" í umsjá Kristins P. Magnússonar. Fyrirlesarar voru Elín Ebba Ásmundsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Kristín  Guðmundsdóttir. Sú seinni hafði yfirskriftina "Climate Change in the Arctic" og var í umsjá Guðrúnar Rósu Þórsteinsdóttur. Fyrirlesarar voru Thomas H. McGovern, Jón Haukur Ingimundarson, Kristinn P. Magnússon og Hreiðar Þór Valtýsson.

Markmiðið með Arctic Circle var að skapa umræðuvettvang um norðurslóðamál sem væri opinn öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu hvaðanæva úr heiminum. Vel tókst til og verður næsta Arctic Circle í Hörpu í Reykjavík að ári.

 

 

 Myndirnar tók Stefán Erlingsson nemandi við Háskólann á Akureyri.