Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hefur flutt skrifstofur sínar frá Borgum við Norðurslóð á háskólasvæði HA í Hafnarstræti 95 í miðbæ Akureyrar á fjórðu hæð.
Flutningarnir hafa þegar átt sér stað, en RHA, Símenntun og Miðstöð Skólaþróunar Háskólans á Akureyri deila skrifstofuhúsnæði.
Við hlökkum til að taka á móti sem flestum á nýjum stað!