Rannsóknaþing Norðursins (e. Northern Research Forum, NRF) hefur birt á heimasíðu sinni, www.nrf.is, megin þema sjötta rannsóknaþings félagsins, sem er „okkar ísháða veröld“ sem verður haldin í Osló og Kirkenes í Noregi dagana 24. -27. október 2010.
Á rannsóknaþinginu verður hlutverk íss og bráðnunar hans að leiðarljósi. Á þinginu eru fimm undirþemu sem endurspegla hlutverk og tengsl norðurslóða við ísinn:
Nánari upplýsingar um þemu ráðstefnunnar
Nánar um sjötta rannsóknaþingið
Rannsóknaþing Norðursins hefur einnig auglýst eftir umsóknum frá ungum vísindamönnum og rannsakendum til þátttöku á
þinginu, sem eru að ljúka, eða hafa lokið, meistaranámi og hyggja á doktorsnám. Einnig er óskað eftir nýdoktorum og doktorsnemum.
Óskað er eftir útdráttum af umfjöllunarefnum sem tengjast þemu þingsins og verða innsendir útdrættir metnir af matsnefnd
Rannsóknaþings Norðursins. Þeir sem verðra samþykktir fá fullan ferðastyrk á rannsóknaþingið í Osló og Kirknenes
í Noregi til að kynna sitt umfjöllunarefni.
Nánari upplýsingar um ferðastyrk ungra vísindamanna
Nánari upplýsingar má finna á vef Rannsóknaþingsins, www.nrf.is, en einnig má hafa samband á nrf [@] unak.is