Rafmagnsflug gæti raungerst innan áratugs

Mynd/Pexels
Mynd/Pexels

Út er komið sögukort (e. storymap) með titlinum Electrifying Nordic Skies en útgáfan er hluti af verkefninu Electric Aviation and the Effects on Nordic Regions. Nordregio leiðir verkefnið, en RHA leiðir íslenska hluta rannsóknarinnar. Hjalti Jóhannesson og Sæunn Gísladóttir taka þátt í rannsókninni fyrir hönd RHA.

Í útgáfunni kemur fram að rafmagnsflug gæti raungerst innan áratugs og velt er upp hvaða áskoranir og tækifæri felist í þessu á Norðurlöndum.

Í íslenska hluta útgáfunnar er skoðaður möguleikinn á innleiðingu rafmagnsflugs á flugleiðinni Akureyri-Reykjavík. En þessi möguleiki var kannaður og unnin var upp úr honum “case study”. Í tengslum við það var haldinn rýnihópsfundur þann 14. september síðastliðinn á Akureyrarflugvelli. Rýnihópurinn innihélt sérfræðinga sem eiga hagsmuni af flugleiðinni.

Fram kemur í útgáfunni að talið sé að rafmagsnflug gæti haft áhrif á að lækka kostnað á innanlandsflugi og gæti leitt til aukinnar tíðna flugferða þar sem vélarnar sem notaður væru til þess væru minni en þær sem eru í núverandi flota á leiðinni. Einnig gæti rafmagnsflug bætt aðgengi að opinberri þjónustu fyrir íbúa Akureyrar. Enn er þó óvissa um áhrif kulda í veðri á innleiðingu rafmagnsflugs.

Hér má lesa útgáfuna í heild sinni.

Hér má svo lesa fyrri skýrslu í rannsókninni sem var stöðuskýrsla.

Á næsta ári er von á ítarlegri skýrslu um “case study” rannsóknina á Íslandi.