Ólíkar skoðanir milli valkosta um legu HH3

Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA, við gagnaöflun.
Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA, við gagnaöflun.

RHA tók að sér að meta áhrif Holtavörðuheiðarlínu 3 (HH3) á samfélag og ferðaþjónustu sem hluta af umhverfismati framkvæmdarinnar. HH3 er áformuð milli nýs tengivirkis í norðanverðri Holtavörðuheiði og Blöndustöðvar. Hún er hlekkur í endurnýjun byggðalínu Landsnets sem er um 50 ára gömul. Nýja línan er af nýrri kynslóð 220 kV lína sem hefur rúmlega fimmfalda flutningsgetu á við þá gömlu. Þegar er búið að leggja milli Fljótsdalsstöðvar (Kárahnjúkavirkjunar), Kröflu og Akureyrar. Enn á eftir að byggja þetta nýja flutningskerfi milli Akureyrar og Hvalfjarðar og er HH3 hluti af þeirri tengingu ásamt Holtavörðuheiðarlínu 1 og Blöndulínu 3 en RHA tók einnig þátt í umhverfismati þeirra lína.

Fram komu mjög ólíkar skoðanir meðal ferðamanna og ferðaþjónustuaðila milli valkosta um legu HH3, sem eru í grundvallaratriðum ólíkir og liggja annars vegar um byggðina eins og núverandi lína eða um lítt snortin heiðarlönd. Fram kom m.a. í viðtölum að ferðamenn og útivistarfólk vildu fremur að línan fylgdi mannvirkjabeltum í byggð en ferðaþjónustuaðilar meðal heimamanna töldu réttara að línan lægi um heiðarlöndin fjarri byggð.

Hjalti Jóhannesson og Sæunn Gísladóttir, sérfræðingar hjá RHA, sáu um gagnaöflun og 

Hér má lesa skýrslu RHA í heild sinni og hér má lesa meira um framkvæmdina.