RHA var í samstarfi við faghóp 3 í rammaáætlun að ljúka við samantekt á greinargerð um viðtöl við heimamenn í þremur landshlutum vegna sjö fyrirhugaðra vatnsvirkjana. Greinilegt er að viðhorf til orkuöflunar eru mismunandi í þeim landshlutum sem til skoðunar voru enda aðstæður mismunandi á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Í hnotskurn má segja að áhersla heimamanna sé á að bæta úr brýnni þörf á raforkuöryggi og framboði á raforku á Vestfjörðum, en bæði flutningskerfi og virkjanir innan landshlutans gætu bætt stöðuna. Svipað gildir um Austurland þrátt fyrir Fljótsdalsvirkjun, en framleiðsla hennar er að mestu helguð álveri Alcoa Fjarðaáls. Áhersla er lögð á að styrkja byggðalínuna norður í land. Á Suðurlandi er áhersla heimamanna á að nýta meira innan landshlutans af þeirri orku sem þar er framleidd og fá meira af þeim efnahagslegu áhrifum sem af þeim geta hlotist. Um þetta og ýmis viðhorf til einstakra virkjanaáforma má fræðast í þessari greinargerð.