Nýr starfsmaður hjá RHA

RHA hefur ráðið Kristjönu Baldursdóttur í starf sérfræðings. Kristjana hefur undanfarin ár verið doktorsnemi í heilsuhagfræði og stundakennari við hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún er með meistaragráðu í heilsuhagfræði, diplomapróf í rekstrar- og viðskiptafræði og BS próf í matvælafræði sömuleiðis frá HÍ. Kristjana hefur þegar hafið störf og við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hóp starfsfólks RHA og óskum henni velfarnaðar í starfi.