Nýr starfsmaður hjá RHA

Gró Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf sérfræðings hjá RHA. Gró er með meistara- og doktorspróf í félagssálfræði frá Háskólanum í Gautaborg. Hún hefur meðal annars starfað sem deildarstjóri gagnaþjónustu og sérfræðingur í velferðarmælingum hjá Hagstofu Íslands, félagssálfræðingur og verkefnastjóri I-teymis verkefna hjá Reykjavíkurborg og sem sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Gró hefur mikla rannsóknarreynslu og reynslu af skýrsluskrifum. Gró hefur þegar hafið störf og við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hóp starfsfólks RHA og óskum henni velfarnaðar í starfi.