20.-23. ágúst næstkomandi verðu haldin Norræn þjóðlistahátíð á Akureyri. RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur umsjón með ráðstefnunni og fer hún fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Miðasala fer fram á www.tradition.is og opnar upp úr miðjum febrúar.
Á hátíðinni koma fram hæfileikaríkir tónlistarmenn og dansarar frá norðurlöndunum öllum og sína hvaða kraftur, fegurð og fjör býr í listformi byggðum á rótgrónum hefðum. Á hátíðinni verður líka Sprotasvið þar sem ungum og upprennandi tónlistarmönnum er boðið að koma fram og spreyta sig. Tónleikar, danssýningar og námskeið fara fram um allan Akureyrarbæ, frá morgni fram á nótt, inni jafnt sem úti, svo bærinn hreinlega yðar af fjöri.
Aldrei fyrr hefur verið haldin svona listahátíð með tónlist og dansi allra Norðurlanda. Á hátíðinni má heyra og sjá kraftmiklar hljómsveitir, fjörugan dans, flottan söng og hljóðfæraleik. Einnig verða mörg námskeið í boði, s.s. að spila á kantele og yfitónaflautu, syngja þjóðlög frá Svíþjóð, Færeyjum og jafnvel Grænlandi og dansa hambo, polska og vikivaka. Viðburðastofa Norðurlands hefur umsjón með tónleikum, sýningum og námskeiðum. Miðasala fer fram á www.rha.is/folk og opnar upp úr miðjum febrúar.
Á hátíðinni verða líka fræðimenn að fjalla um Norræna þjóðtónlist og þjóðdansa og Norrænir ráðamenn til að kynnast fjölbreyttri flóru Norrænnar menningar og skiptast á skoðunum um verndun menningarerfða. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur umsjón með ráðstefnunni og fer hún fram í húsakynnum Háskólans á Akureyri. Öllum er velkomið að taka þátt í ráðstefnunni og fræðast um Norræna þjóðtónlist og þjóðdansa en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig á www.rha.is/folk.
Að hátíðinni standa rótgróin og kraftmikil samtök þjóðtónlistar og þjóðdansa á norðurlöndum, Nordisk Folkmusik Kommitté, og margir innlendir aðilar, svo sem Viðburðastofa Norðurlands, RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Ferðaskrifstofa Akureyrar, ÞjóðList ehf, Stemma-Landssamtök kvæðamanna, Dansfélagið Vefarinn, Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum við Háskóla Íslands, Norrænahúsið, Útón og Íslandsstofa.
Heimasíða hátíðarinnar er www.rha.is/folk
Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Guðrún Ingimundardóttir, tónlistarfræðingur og formaður Stemmu-Landssamtaka kvæðamanna
Norræna listahátíðin er styrkt af Norrænu menningargáttinni.