Norðurorka styrkir Vísindaskólann

Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskólans og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku.
Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskólans og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku.

Norðurorka hefur verið mikilvægur stuðningsaðili við Vísindaskóla unga fólksins allt frá stofnun hans árið 2015. Eitt af þemum vísindaskólans á hverju ári tengist orku og orkunýtingu á einhvern hátt. Vísindaskólinn hefst mánudaginn 23. júní og er ætlaður börnum 11-13 ára. Opnað verður fyrir skráningar í byrjun apríl.

Föstudaginn 14. mars undirrituðu Norðurorka og Vísindaskóli unga fólksins samning til þriggja ára og var skrifað undir samning í húsakynnum Norðurorku á Rangárvöllum. Á myndinni eru Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku og Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskóla unga fólksins. Dana starfar sem verkefnastjóri hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri og jafnframt sem verkefnastjóri Vísindaskólans.