Samkvæmt nýrri könnun RHA telja 19% aðspurðra líklegt að þeir muni kjósa utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar þann 25. september næst komandi. Tæp 14% segja það hvorki líklegt né ólíklegt en ríflega tveir af hverjum þremur telja það ólíklegt að þeir kjósi utan kjörfundar.
Þetta bendir ekki til þess að utankjörfundaratkvæðum fjölgi verulega frá fyrri kosningum en í kosningunum 2017 kaus næstum einn af hverjum fjórum utan kjörfundar, sem var mun hærra hlutfall en í öðrum kjördæmum. Fjölgun smita gæti þó haft áhrif en fólki sem lendir í sóttkví eða einangrun býðst að kjósa á dvalarstað sínum frá 20. september.
Hlutfall utankjörfundaratkvæða í Norðausturkjördæmi 2007-2017