Málefni mennta- og dagvistunarmála og málefni aldraða og velferðarmál brenna helst á bæjarbúum á Akureyri fyrir komandi kosningar. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem RHA framkvæmdi fyrir Vikudag. Í könnuninni var spurt: Hvaða málefni eru mikilvægust að þínu mati fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 26. maí nk.? Svarendur voru beðnir um að velja þrjú málefni.
Niðurstöðurnar voru þær að 45% svarenda nefndu mennta- og dagvistunarmál, velferðarmál og málefni aldraða. 35% nefndu húsnæðismál, rúm 24% skipulagsmál og fjármál og 23,5% umhverfismál. Sjá meira um fréttina inn á vefsíðu Vikudags.
Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 23. apríl til 4. maí. Haft var samband í gegnum tölvupóst og fengust 663 svör. Svarhlutfallið var 62%.