Málstofan „Arktísk þjóðtónlist og menningarleg heilindi” e. Arctic Traditional Music and Cultural Integrity verður haldin laugardaginn 17. október nk. kl. 17:00-18:30 á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle 2015 sem fram fer í Hörpu, Reykjavík. Skipuleggjendur eru RHA Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Rannsóknaþing norðursins e. Nortern Research Forum (NRF), ÞjóðList ehf., Listaháskóli Íslands og Norðurslóðanet Íslands.