Helstu niðurstöður könnunarinnar Eyfirðingurinn í hnotskurn voru kynntar á málþingi í Háskólanum á Akureyri 27. apríl síðastliðinn. Könnunin hefur vakið þó nokkra athygli fjölmiðla en rætt var um könnunina í kvöldfréttum RÚV 26. apríl en einnig var rætt við þau Önnu Soffíu Víkingsdóttur og Hjalta Jóhannesson í föstudagsþættinum á N4 þann 28. apríl síðastliðinn.
Könnunin var gerð á Eyjafjarðarsvæðinu og fengust svör frá tæplega 1400 manns. Verið var að kanna viðhorf Eyfirðinga til ýmissa málefna eins og endurvinnslu, ferðamáta, innanlandsflugs, sameiningar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu, stjórnmála ásamt fleiru.
Hér má sjá helstu niðurstöður könnunarinnar.