Á dögunum skilaði Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, RHA, skýrslu til Grindavíkurbæjar með niðurstöðum jafnréttisúttektar á íþrótta- og æskulýðsstarfi bæjarins. Jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar kvað á um óháða úttekt á jafnréttismálum í íþrótta- og æskulýðsstarfi árið 2023.
Jafnréttishugtakið var skilgreint vítt í rannsókninni, meðal annars með tilliti til kyns, kynhneigðar, uppruna og fötlunar. Jafnrétti var skoðað heildstætt og meðal þátta sem voru metnir voru:
Fjölbreytt íþróttastarf er að finna í Grindavík. Hægt er að segja að þrjú félög séu með starfsemi og voru þau skoðuð í úttektinni en það eru: Ungmennafélag Grindavíkur (UMFG), Hestamannafélagið Brimfaxi; og Golfklúbbur Grindavíkur. Stór hópur barna undir 18 ára aldri æfir íþróttir í Grindavík. Einnig er afreksstarf stundað í Grindavík í nokkrum íþróttagreinum, m.a. hestamennsku, knattspyrnu og körfubolta.
Æskulýðsstarf bæjarins var jafnframt skoðað en það fer fram hjá KFUM/K, Þrumunni og Björgunarsveitinni Þorbirni.
Úttektin var framkvæmd á vormánuðum og var skýrslu skilað sem varpar ljósi á stöðuna og það sem má bæta í jafnréttismálum í íþrótta- og æskulýðsstarfi bæjarins eftir þörfum. RHA hefur áður unnið jafnréttisúttekt á íþrótta- og æskulýðsmálum fyrir Akureyrarbæ og fagnar því að fleiri bæjarfélög vilji skoða þessi mál. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.