Í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því að Íslendingar hófu hagnýtingu á loðnu hélt Sjávarútvegsmiðstöð HA, í samstarfi við RHA, ráðstefnu 5. sept. sl. þar sem m.a var farið yfir stöðu stofnsins, þróun iðnaðar, helstu afurðir og markaði, efnahagslegt mikilvægi og möguleg sóknarfæri.
Ráðstefnan var vel sótt en um 85 manns sátu hana frá um 30 fyrirtækjum og samtökum í sjávarútvegi allstaðar að af landinu. Nemendur á sjávarútvegsbraut HA sóttu líka ráðstefnuna ásamt því að taka virkan þátt við undirbúning hennar m.a. með því að útbúa Facebooksíðu þar sem þeir færðu inn fréttir af ráðstefnunni jafn óðum. Á síðunni má sjá samantekt úr þeim fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnunni.
Samantekt úr fyrirlestrum frá Sjávarútvegfræðinemum
Nánari upplýsingar veitir Hörður Sævaldsson, hordurs@unak.is