Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, nýtur mests trausts meðal oddvita þeirra flokka sem bjóða fram á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunnar sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) framkvæmdi fyrir Vikudag.
Guðmundur Baldvin nýtur trausts 35% þeirra sem tóku þátt en 18% bera frekar eða mjög lítið traust til hans. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins, Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og Hilda Jana Gísladóttir oddviti Samfylkingarinnar njóta 31% traust meðal kjósenda. Sóley Björk Stefánsdóttir oddviti VG nýtur 25% trausts.
Taka skal fram að framboðslistar Miðflokksins og Pírata voru ekki komnir fram þegar könnunin var gerð og því eru oddvitar þeirra flokka ekki inn í þessari könnun. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 23. apríl til 4.maí. Haft var samband við rúmlega þúsund manns í gegnum tölvupóst og fengust 663 svör. Hér má sjá meira um þessa frétt.
Hér má svo sjá myndrænt fylgi fyrir hvern og einn oddvita.