Viðhorfskönnun sem RHA gerði fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um laxeldi í Eyjafirði sýnir að íbúar við Eyjafjörð vilja fara varlega í slíka uppbyggingu.
Íbúakönnunin sýnir að nokkuð margir taka ekki afstöðu með eða á móti laxeldi, afstaða íbúa til uppbyggingar laxeldis er fremur hlutlaus, þó svo heldur fleiri séu neikvæðir en jákvæðir.
Íbúar voru spurðir hversu jákvæðir eða neikvæðir þeir væru gagnvart sjókvíaeldi (laxeldi) í Eyjafirði og sögðust 26,8% vera frekar eða mjög jákvæð gagnvart slíkum tillögum en 33,3% var annað hvort mjög eða frekar neikvæður gagnvart þeim. Tæp 40% voru hvorki jákvæð né neikvæð gagnvart eldinu enda hafði ríflega helmingur aðspurðra ekki kynnt sér hugmyndir um fiskeldi í Eyjafirði.
Íbúar vilja samkvæmt þessu að stigið sé varlega til jarðar í þessum efnum og að náttúran og Eyjafjörðurinn fái að njóta vafans hvað uppbyggingu þessarar atvinnugreinar varðar.
Niðurstöður netkönnunarinnar má nálgast hér.