Brostu með hjartanu!

Verkefnið Brostu með hjartanu er gott dæmi um frumkvæði á jákvæðum nótum. Verkefninu var nýlega hrundið af stað á Akureyri og segir í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins, að markmiðið sé að dreifa jákvæðni og gleði á meðal almennings.


Verkefnið Brostu með hjartanu er gott dæmi um frumkvæði á jákvæðum nótum. Verkefninu var nýlega hrundið af stað á Akureyri og segir í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins, að markmiðið sé að dreifa jákvæðni og gleði á meðal almennings.


Það er von þeirra sem standa að verkefninu Brostu með hjartanu að sem flestir taki þátt í því að smita jákvæðni og bjartsýni á meðal fólks. En hópurinn hefur framleitt hjartalaga límmiða sem dreift hefur verið víða um bæinn og einnig hafa spakmæli og ljóð verið máluð á veggi á opinberum stöðum. Bryndís Óskarsdóttir hönnunar og viðskiptastjóri hjá Ásprenti - Stíl segir eitt af markmiðum verkefnisins vera að fá sem flesta til að taka þátt í því.
Heimild: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item235280/ 


RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vill sýna stuðning sinn við verkefnið í verki með því að vekja athygli fólks á verkefninu og boðskap þess. Merki verkefnisins mun verða sýnilegt hér á heimasíðu RHA til áminningar um að jákvæðir straumar séu okkur öllum nauðsyn á tímum sem þessum.