Á undanförnum árum hefur RHA tekið þátt í Evrópsku rannsóknarverkefni um net-ávana ungmenna. Nýlega var tekinn saman bæklingur með það í huga að unglingar, uppalendur og skólafólk megi á aðgengilegan hátt fræðast um allra helstu niðurstöður verkefnisins. Jafnframt var markmiðið að benda á hvað skyldi hafa í huga um hverjir gætu verið í áhættuhópi fyrir net-ávana og til hvaða viðbragða mætti grípa fyrir mismunandi hópa unglinga. Bæklinginn má nálgast hér. Þá hafa helstu niðurstöður verið þýddar og teknar saman í stutta niðurstöðuskýrslu og loks er hér að finna eina af nokkrum fræðilegum skýrslum verkefnisins.