Arctic Yearbook 2017 var gefin út á Arctic Circle - ráðstefnunni þann 14. október síðastliðinn. Þema árbókarinnar þetta árið er "Change & Innovation in the Arctic: Policy, Society & the Environment". Aðkoma að útgáfu Arctic Yearbook er meðal reglulegra verkefna sem NRF - Northern Research Forum kemur að. NRF er á vissan hátt forveri Arctic Circle og hefur verið starfrækt frá árinu 1999. Hefur skrifstofa þess verið starfrækt við Háskólann á Akureyri frá upphafi.
Fleiri en 80 aðilar eiga efni í ritinu þetta árið. Hægt er að hlaða bókinni sem er 459 bls. niður hér: www.arcticyearbook.com (hægt er að velja um PDF; online flip-book; eða hlaða niður einstökum greinum á vefsíðunni).
Fræðast má um starfsemi NRF hér.