ESPON verkefninu SeGI - Indicators and Perspectives for Services of General Interest in Territorial Cohesion and Development lauk á síðasta ári. Var RHA meðal 11 stofnana sem þátt tóku í verkefninu og vann Hjalti Jóhannesson einkum að rannsóknum fyrir okkar hönd.
Í verkefninu var fjallað um áhrif og tengsl almannaþjónustu og þróunar byggðar og aflað upplýsinga til að bera saman lönd og svæði Evrópu á þessu sviði. Á
heimasíðu ESPON er að finna áfanga- og
lokaskýrslur verkefnisins, meðal annars voru gerðar nokkrar tilviksrannsóknir (case study) en í
íslensku tilviksrannsókninni var Norðurland eystra notað. Þá var gerður sérstakur SeGI Atlas eða kortabók sem gerð var af hluta þátttakendanna í verkefninu og hægt er hlaða niður
hér (ath. að kortabókin er mjög stór eða 29 MB).