Allir opinberru Háskólar landsins senda nú frá sér sameiginlega könnun til að kanna afstöðu nemenda og útskrifaðra nemenda til námsins við skólana og hvernig það nýtist þeim í lífi og starfi. Könnunin er gerð á vegum samstarfsnets opinberru háskólanna og er kostuð af samstarfinu.
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér að framkvæma könnunina fyrir þrjá skóla þ.e. Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. En Félagsvísindastofnun framkvæmir könnunina meðal nemenda í Háskóla Íslands. Könnunin er nýr og mikilvægur liður í gæðastarfi háskólanna og mun nýtast þeim við gerð innra mats deilda og sviða. Með því að senda staðlaða könnun á alla nemendur ríkisháskólana er verið að auðvelda samanburð á milli skóla og efla gæðastarf skólanna.