Kynning á Tækniþróunarsjóði Rannís og Horizon 2020 í Háskólanum á Akureyri

Miðvikudaginn 18. nóvember n.k. kl:13:00 stendur Rannís fyrir kynningu í Háskólanum á Akureyri.

Annarsvegar verða styrkir Tækniþróunarsjóðs kynntir sem og skattfrádráttur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Hinsvegar verður boðið uppá almenna kynningu á Horizon 2020 sem er rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.

Dagskrá:

  • Almenn kynning á Horizon 2020, rannsóknaáætlun Evrópusambandsins
     - Kristmundur Þór Ólafsson, sérfræðingur á alþjóðasviði
  • Kynning á styrkjum Tækniþróunarsjóðs og skattfrádrætti til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna
    - Björn Víkingur Ágústsson, sérfræðingur á rannsókna– og nýsköpunarviði

Fundurinn verður haldinn 18. nóvember, kl.  13:00 – 14:30 í Háskólanum á Akureyri, stofu N 201 að Sólborg.

Fundurinn er öllum opinn og eru áhugasamir hvattir til að mæta.